• Britannica alfræðisafn

Bókasafn Borgarholtsskóla

Heilsulind hugans

Bókasafn Borgarholtsskóla
Við Mosaveg, 112 Reykjavík
Sími: 535 1715. Fax: 535 1701
Netfang:
Safnið er á 3. hæð stjórnunarálmu.
Innanhússími: 715.

Opnunartími
Kennslu- og prófatími:
mánud. - fimmtud. kl. 8:00-16:30
föstud. kl. 8:00-15:30

Starfsmenn
Ása Þorkelsdóttir safnstýra.
Steinunn Þórdís Árnadóttir upplýsingafræðingur.

Þjónusta

Starfsmenn aðstoða safngesti við upplýsingaleit og heimildaskráningu. Nýnemar fá í upphafi haustannar kynningu á safninu og læra að leita í Leitir.is, samþættri leitargátt þar sem hægt er m.a. að leita í Gegni, landskerfi bókasafna. Leiðbeiningar í upplýsingaleit.

Vinnuaðstaða

Á safninu er góð vinnuaðstaða  þar sem nemendur geta undirbúið sig fyrir kennslustundir, unnið að verkefnum og ritgerðum eða nýtt safngögnin á annan hátt.

Tölvur

Á safninu eru 21 tölva fyrir nemendur og tvær tölvur sem eru eingöngu til að leita á leitir.is.

Merki bókasafnsdagsins


Safngögn

Alls eru nú um 8900 bækur, kort, mynddiskar og geisladiskar á safninu.  Nokkur tímarit  eru keypt í áskrift. Boðið er upp á efni sem tengist öllum kennslugreinum skólans, auk undirstöðuefnis í öðrum fræðigreinum. Leitast er við að hafa einnig áhugavert efni til yndislestrar.
Bókasafnið er eitt þeirra safna sem greiðir fyrir landsaðgang að rafrænum tímaritum og gagnasöfnum.  Vefbókasafnið Snara.is (orðabækur og fleira) er aðgengilegt í öllum tölvum á netsvæði skólans.

Bókasafnskerfi

Haustið 2006 var skipt um tölvukerfi á safninu og gögn safnsins skráð í Gegni, landskerfi bókasafna. Útlán í gegnum Gegni hófust svo í janúar 2007. Gegnir er bókasafnskerfi sem hýsir samskrá íslenskra bókasafna. Kerfið veitir aðgang að skrám um safnkost flestra bókasafna landsins.

Flokkunarkerfi

Safnefni er raðað upp eftir flokkunarkerfi Dewey. Tímarit eru í stafrófsröð.

Útlán og skil

 • Öll gögn sem farið er með út af safninu þarf að skrá í útlán.
 • Lánstími almennra bóka er tvær vikur.
 • Kennslubækur og handbækur er aðeins hægt að fá að láni í kennslustund, yfir nótt eða helgi.
 • Mynddiskar eru til útláns í tvo daga.
 • Geisladiskar eru til útláns í viku.
 • Tímarit eru ekki lánuð út.
 • Útlán eru ókeypis en lánþegi ber ábyrgð á því sem hann hefur að láni.
 • Sýnið tillitssemi og skilið á réttum tíma.
 • Bók á að skila til starfsmanna safnsins.
 • Þegar tekin er bók úr hillu til að lesa á safninu verður að setja hana á sama stað aftur, annars finnst hún ekki næst þegar einhver þarf á henni að halda. Ef safngestur er í vafa um hvar hún á að vera er best að biðja um aðstoð.
 • Nemendur fá ekki afhentar einkunnir í lok annar nema þeir hafi skilað öllu sem þeir hafa fengið að láni á safninu.

Umgengni

Neysla á mat og drykk er ekki leyfð á safninu og ekki er æskilegt að tala í farsíma.

Hlutverk

Skólasafnið er upplýsingamiðstöð fyrir nemendur, kennara og starfsfólk skólans. Starfsemi þess styður nám, kennslu, félagslíf og þróunarstarf í skólanum. Á skólasafninu fer fram öflun og úrvinnsla þekkingar. Þar er upplýsingum safnað saman, þær skipulagðar, metnar og notaðar. Safnið er búið bókum, tímaritum, kortum, gögnum á tölvutæku formi, myndefni og hljóðritum sem tengjast kennslugreinum skólans. Einnig er boðið upp á efni sem hvetur nemendur til bókmenntalesturs og stöðugrar þekkingarleitar í leik og starfi.

Lesbásar

 

29.3.2017