Hljóðbækur

Hljóðbókin er mikilvæg öllum sem af einhverjum orsökum eiga í lestrarerfiðleikum.  Hún nýtist m.a. þeim sem lesa hægt, stríða við einbeitingarskort og/eða hafa lítið úthald við lestur.

Leiðbeiningar um niðurhal hljóðbóka

Námsmönnum gefst kostur á að sækja hljóðbækur af vef  Hljóðbókasafns Íslands gegn 2000 kr. árgjaldi og vista í tölvu. Greining sem staðfestir vanda í lestri tryggir aðgang að þessari þjónustu safnsins.  Flestir nemendur eru greindir í grunnskóla og senda skólarnir umsókn og staðfestingu á greiningu til safnsins með ósk um að skrá þá sem safnnotendur. Nemendur sem eru með greiningarpappíra undir höndum en eru ekki skráðir lánþegar geta sótt umsóknareyðublaðið hér og farið með það og greiningargögn á Hljóðbókasafnið.   Dyslexíuráðgjafi Borgarholtsskóla veitir einnig aðstoð. 

Til að fá aðgang (lykilorð) verða námsmenn að hafa samband við safnið (sími: 545 4900). Starfsfólk safnsins lætur þeim í té lykilorð sem notað er við niðurhalið.

Í stuttu máli er ferlið svona:

1. Þú ferð á vef Hljóðbókasafns Íslands og smellir á Hljóðbækur.

2. Því næst smellir þú á Innskráning.

3. Þú slærð inn kennitölu þína og lykilorð, hakar við skilmála eftir að hafa kynnt þér þá og smellir á Áfram.

4. Nú ertu skráð/ur inn og getur slegið nafn bókarinnar sem þú ætlar að ná í inn í leitargluggann og smellir svo á Leita. Bókin birtist þá sem lína neðar á skjánum.

5. Þú smellir á plúsinn (+) og færð þá frekari upplýsingar um bókina. Því næst smellir þú á  hnöttinn (Hala niður).

6. Þú ræður hvort þú vistar eða opnar þjöppuðu möppuna, sem inniheldur bókina.  Að síðustu þarf að afþjappa skránna.

Frekari leiðbeiningar um niðurhal bóka má finna á vef Hljóðbókasafnsins.


26.2.2015