Upplýsingaleit

Þegar finna þarf upplýsingar eða heimildir er skólasafnið besti staðurinn til að byrja leitina. Í hillum safnsins er til heilmikið af efni en einnig er hægt að leita á netinu úr tölvum safnsins.

Ef verið er að leita að ákveðinni bók, kvikmynd eða tímariti er hægt að leita eftir höfundi eða titli.

Höfundur: höfundur bókar, leikstjóri kvikmyndar.

Titill: nafn bókar, kvikmyndar eða tímarits.

Ef verið er að leita að upplýsingum eða heimildum um ákveðið efni er hægt að leita eftir efnisorði.

Efnisorð: orð sem lýsir innihaldi bóka og því efni sem leitað er að.

Hér fyrir neðan eru tenglar á helstu vefsíður sem nýtast við heimildaleit

Leitir.is er samþætt leitargátt sem leitar samtímis í Gegni (samskrá íslenskra bókasafna), myndavef Ljósmyndasafns Reykjavíkur, Bækur.is þar sem hægt er að skoða stafræna endurgerð gamalla íslenskra bóka, Hirsla.is sem geymir vísinda- og fræðslugreinar starfsmanna Landspítala – háskólasjúkrahúss, Skemman.is. sem er safn námsritgerða og rannsóknarita háskólanna, Elib áskriftir bókasafns Norræna hússins að rafrænum bókum, timarit.is sem veitir m.a. aðgang að fjölda íslenskra blaða og tímarita. Einnig er hægt að leita í efni Landsaðgangs, hvar.is.

Gagnasöfn og rafræn tímarit

- til að fletta upp í alfræðiritum, handbókum og tímaritum á netinu.


20.9.2016