Próftafla vorannar 2017

  • 15.5.2017 - 22.5.2017

Próftafla vorannar er tilbúin og hefur verið opnað fyrir hana í Innu.   Próf standa yfir dagana 15.-19. maí.  Sjúkrapróf verða mánudaginn 22. maí.

Prófasýning og staðfesting vals verður miðvikudaginn 24. maí, kl. 11:00-13:00.
Útskriftarhátíðin fer fram í Háskólabíói sunnudaginn 28. maí, kl. 14:00.