Félagsmála- og tómstundabraut

Nám fyrir félagsmála- og tómstundabraut er skipulagt sem fimm anna nám og endar með útskrift. Hægt er að halda áfram og ljúka stúdentsprófi af brautinni.  Í upphafi samanstendur námið af áföngum sem mynda kjarna á þjónustubrautum Borgarholtsskóla.  Er á líður eykst hlutfall sérgreina námsins og á síðustu tveimur önnum þess koma til starfsþjálfunaráfangar sem m.a. fara fram í formi vinnustaðanáms.  Til að koma til móts við fólk með langa starfsreynslu hefur verið boðið upp á svokallað brúarnám á félagsmála- og tónstundabraut Borgarholtsskóla þar sem raunfærni og starfsreynsla er metin til styttingar á námi í samræmi við reglur sem mennta- og menningarmálaráðuneytið setur.

Nám á félagsmála- og tónstundabraut samanstendur af alls 28-29 námsáföngum sem samtals eru 138-143 ein. Í kjarna félagsmála- og tómstundabrautar, sem brautin deilir með öðrum þjónustubrautum í Borgarholtsskóla, eru alls 17 áfangar sem eru samtals 73 ein. Nemendur þurfa að velja á milli áherslu á starf með öldruðum eða ungmennum.

Hægt er að velja tvær leiðir til lokaprófs, annað hvort sem starfsnám og/eða til stúdentsprófs.  Þeir áfangar sem bætast við upp í stúdentsprófið eru feitletraðir.

Kjarnagreinar

Nemendur sem ætla að útskrifast með stúdentspróf af félagsmála- og tómstundabraut taka alla kjarnaáfanga, þeir sem taka brautina til starfsmenntunar sleppa feitletruðum áföngum.

Heiti
Áfangi
Danska
DAN2A05 
Einstaklingur, fjölskylda og samfélag
FJF1A05
Enska
ENS1A05 *, ENS2A05 , ENS2B05
Fatlanir
FTL2A05
Félagsfræði
FÉL1A05
Félagsleg virkni
FÉV2A05
Fjölskyldan og félagsleg þjónusta
FJF2A05
Frítímafræði
FRÍ2A05
Frítímafræði ungmenna
FRÍ2B05 **
Frítímafræði fullorðinna
FRÍ3A05 **
Gagnrýnin hugsun og siðfræði
GHS2A05
Heilsa og lífsstíll
HLÍ1A05
Íslenska
ÍSL1A05 *, ÍSL2A05 , ÍSL2B05 , ÍSL3A05 , ÍSL3B05
Íþróttir
LÍL1A01 , LÍL1B01 , LÍL1C02
Samvinna og samskipti
SAS1A05
Þroskasálfræði
SÁL3A05
Afbrigðasálfræði
SÁL3B05
Skapandi starf
SPS1A05
Skyndihjálp
SKY2A01
Stærðfræði
DÆD1A05 *,  STÆ2C05 , STÆ2?05***
Uppeldisfræði
UPP2A05 
Uppeldisfræði**
UPP3A05 **
Upplýsingatækni
UTN1A05
Vinnan og vinnuumhverfið
VUM2A05
Vinnustaðanám 1
VIN2A010
Vinnustaðanám 2
VIN3A10
Öldrun
ÖLD2A05 **
*Nemendur með A eða B í íslensku, ensku og/eða stærðfræði velja 1. eða 3. þreps áfanga til þess að taka í stað í stað 1A05. 1. þreps áfangar í kjarnagreinum (ísl, ens, stæ) teljast ekki til eininga.


**Nemendur velja annað  hvort öldrunarlínu eða uppeldislínu. 

***Nemendur velja til viðbótar 5 eininga stærðfræðiáfanga á 2. þrepi.

Bundið áfangaval fyrir þá sem taka þjónustubraut til stúdentsprófs

Nemendur velja 5 ein í ensku og/eða stærðfræði.
Nemendur velja annað hvort félagsvísindi, náttúruvísindi eða sögu sem viðbót (5 ein)
 
Heiti
Áfangi
Enska
ENS3A05 , ENS3B05
Stærðfræði
STÆ3A05 , STÆ3B05 , STÆ3C05
Félagsvísindi
FÉL2A05
Náttúruvísindi
NÁT1A05 , NÁT2A05 , NÁT2B05
Saga
SAG2A05

Frjálst val

Nemendur nýta frjálst val til þess að fylla upp í þær 200 ein sem þarf til stúdentsprófs.  Athugið að einingar á 1. þrepi mega að hámarki vera 66, einingar á 2. þrepi mega að hámarki vera 100 og einingar á 3. þrepi þurfa að vera að lágmarki 34.

16.11.2016