Fréttir og tilkynningar

Arnar Huginn tekur við prófskírteini úr hendi Ársæls skólameistara

Alþjóðleg þýskupróf – prófskírteini afhent - 26/4/2017

Fjórir nemendur BHS, þau Davíð Leví Magnússon, Guðrún María Gunnarsdóttir, Arnar Huginn Ingason og Sóley Alexandra Þorsteinsdóttir, fengu á dögunum afhend prófskírteini eftir að hafa þreytt alþjóðleg þýskupróf.

Lesa meira
Kynning á vinnustaðanámi erlendis - þjónustubrautir 2017

Komin heim úr vinnustaðanámi - 25/4/2017

Þrír nemendur í félagsmála- og tómstundanámi eru nýkomnir heim eftir að hafa verið í vinnustaðanámi erlendis og mánudaginn 24. apríl sögðu þau samnemendum og kennurum frá þessari upplifun.

Lesa meira
Valgeir Sigurðsson

Valgeir í Ólympíulið Íslands í stærðfræði - 25/4/2017

Valgeiri Sigurðssyni nemanda á viðskipta- og hagfræðibraut hefur verið boðið sæti í Ólympíuliði Íslands í stærðfræði.

Lesa meira
Verðlaunahafar í stærðfræðikeppni grunnskólanema

Stærðfræðikeppni grunnskólanema - 6/4/2017

Stærðfræðikeppni grunnskólanema var haldin í Borgarholtsskóla þann 29. mars sl. Til keppninnar var boðið nemendum grunnskólanna í nágrenninu.

Lesa meira
Framhaldsskólahermir

Framhaldsskólahermir í annað sinn - 6/4/2017

Nemendur úr Rimaskóla heimsóttu Borgarholtsskóla í dag og fengu að prófa að vera framhaldsskólanemar í einn dag.

Lesa meira
Guðrún María Gunnarsdóttir stóð sig vel í þýskuþraut

Þýskuþraut - 5/4/2017

Guðrún María Gunnarsdóttir nemandi á listnámsbraut Borgarholtsskóla tók þátt í þýskuþraut framhaldsskólanema og náði mjög góðum árangri.

Lesa meira
Málþing um kynjafræði haldið í Borgó 30. mars 2017

Málstofa um kynjafræði - 30/3/2017

Fimmtudaginn 30. mars voru kynjafræðikennarar og nemendur þeirra með málþing í Borgarholtsskóla. Í lokin voru pallborðsumræður þar sem nemendur veltu fyrir sér spurningunni: "Af hverju kynjafræði?"

Lesa meira
Nemendur í nýsköpun og frumkvöðlafræði á Kjarvalsstöðum 30.3.2017

Nemendur á hönnunarsýningu - 30/3/2017

Nemendur í nýsköpun og frumkvöðlafræði fóru á sýningu um vöruhönnun á Kjarvalsstöðum.

Lesa meira
Verðlaunaafhending á Bessastöðum 3. mars 2017

Arney Ósk á Bessastöðum - 29/3/2017

Verðlaunaafhending vegna smásögukeppni Félags enskukennara á Íslandi var haldin á Bessastöðum 3. mars 2017. Arney Ósk lenti í 2. sæti með söguna sína "5 7 10 12 13 15".

Lesa meira
Forsíða á ensku skólablaði

Nýtt skólablað - 24/3/2017

Nemendur í ENS3C05 gáfu í dag út skólablaðið Would You Like Fries With That? Í blaðinu er að finna viðtöl við nemendur, greinar um kosti og galla skólans, íþróttir, smásögur og margt fleira.

Lesa meira
Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2017

Alþjóðlegi hamingjudagurinn - 20/3/2017

Nemendur veltu fyrir sér spurningunni: „Hvað veitir þér hamingju?" og uppistandarinn Bylgja Babýlons kom og ræddi við nemendur og starfsfólk í hádeginu.

Lesa meira
Glæsilegt ball vor 2017

Glæsilegt ball - 17/3/2017

Glæsilegt ball var haldið í Hlöðunni við Gufunesbæ að kvöldi 16. mars.  Skemmtunin var fyrir núverandi og fyrrverandi nemendur sérnámsbrautar BHS.

Lesa meira
Helga Þóra Sigurjónsdóttir og Styrmir Dan Hansen Steinunnarson Íslandsmeistarar

Afreksfólk í frjálsum íþróttum - 17/3/2017

Helgina 25.-26. febrúar fór fram Meistaramót Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum. Helga Þóra Sigurjónsdóttir og Styrmir Dan Hansen Steinunnarson náðu sér í Íslandsmeistaratitil og Kolbeinn Tómas Jónsson varð fjórfaldur Íslandsmeistari.

Lesa meira
Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning

Framhaldsskólakynning og Íslandsmót - 16/3/2017

Dagana 16.-18. mars fer fram Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning í Laugardalshöll.

Lesa meira
Forsíða 2020 mars 2017

2020 komið út - 14/3/2017

Blaðið  2020 er gefið út af öllum iðn- og verkmenntaskólum á Íslandi. Skólarnir 13 koma allir að gerð blaðsins og er markmiðið með útgáfunni að veita innsýn í starf skólanna, sem eru eins ólíkir og þeir eru margir.

Lesa meira
Vinnustaðanám erlendis vor 2017

Vinnustaðanám erlendis - 10/3/2017

Um þessar mundir eru þrír nemendur félagsmála- og tómstundabrautar í vinnustaðanámi erlendis og verða það í fjórar vikur.  Tveir nemendur eru í Portúgal og einn í Danmörku.

Lesa meira
Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning

Mín framtíð - 10/3/2017

Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning fer fram í Laugardalshöll dagana 16.-18. mars.

Lesa meira
Jafnréttisdagur 2017

Jafnréttisdagur - 8/3/2017

Jafnréttisdagur BHS er haldinn 8. mars sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna.  Spurningunni "Hvað er jafnrétti til náms?" var velt upp og Ólafur Sveinn Jóhannesson kom og kynnti #kvennastarf.

Lesa meira
Valgeir Sigurðsson

Góður árangur í stærðfræðikeppni - 7/3/2017

Valgeir Sigurðsson tók þátt í lokakeppni Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema og var í framhaldinu boðið að taka þátt í norrænu keppninni.

Lesa meira
Tónleikar hjá leiklistarnemum vor 2017

Tónleikar hjá leiklistarnemum - 7/3/2017

Nemendur í framhaldsáföngum í leiklist luku söngnámskeiði með tónleikum föstudaginn 3. mars.

Lesa meira
Sálfræðinemar í London við heimili Freud

Nemendur í sálfræði heimsækja London - 3/3/2017

Kennarar í sálfræði leggja á hverju ári land undir fót og heimsækja stórborgina London ásamt nemendum sínum.

Lesa meira
Opið hús 3. mars 2017

Opið hús - 3/3/2017

Fimmtudaginn 2. mars var opið hús í Borgarholtsskóla, þar sem námsframboð og félagslíf var kynnt.

Lesa meira
Borgó sigurvegari í Lífshlaupinu í sinum flokki febrúar 2017

Borgarholtsskóli sigraði í Lífshlaupinu - 3/3/2017

Nemendur og starfsfólk Borgarholtsskóla snéru bökum saman í Lífshlaupinu og unnu keppnina í sínum flokki.

Lesa meira
Sveinspróf í vélvirkun, feb. 2017

Sveinspróf í vélvirkjun - 27/2/2017

Helgina 25. og 26. febrúar þreyttu 16 nemendur sveinspróf í vélvirkjun hér í Borgarholtsskóla.

Lesa meira
Bergrún Ósk, Þórey Ísafold og Gabríella Oddrún íþróttamót febrúar 2017

Frábær árangur á Íslandsmóti - 22/2/2017

Fjórir nemendur úr Borgarholtsskóla stóðu sig afburða vel á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum sem fram fór helgina 18. - 19. febrúar.

Lesa meira
Leikfélag Borgarholtsskóla frumsýnir The Rocky Horror 27. febrúar 2017.

Rocky Horror - 21/2/2017

Leikfélag Borgarholtsskóla frumsýnir söngleikinn The Rocky Horror í Iðnó mánudaginn 27. febrúar kl. 20:00. Miðar lausir á sýningu 28. febrúar kl. 17:00.

Lesa meira
Afreksíþróttasvið - opnar íþróttamælingar - vorönn 2017

Opnar íþróttamælingar - 20/2/2017

Nemendum í 9. og 10. bekk stendur til boða að mæta í opnar íþróttamælingar í Egilshöll þriðjudaginn 21. febrúar kl. 10:00-12:00.

Lesa meira
Skóhlífadagar 2017

Skóhlífadagar - 15/2/2017

Skóhlífadagarnir standa yfir dagana 15. og 16. febrúar.  Á skóhlífadögum er öll kennsla brotin upp og nemendur mæta á stutt námskeið.

Lesa meira
#kvennastarf

Hvað er #kvennastarf? - 10/2/2017

Tækniskólinn, Samtök iðnaðarins og iðn- og verkmenntaskólar á Íslandi hafa í samstarfi hrundið af stað herferð sem ber nafnið #kvennastarf.

Lesa meira
Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna 2017

Kvikmyndahátíð framhaldskólanna - 8/2/2017

Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna fer fram dagana 11. - 12. febrúar. Hátíðin er haldin af Fjölbrautaskólanum við Ármúla og Borgarholtsskóla í samstarfi við Bíó Paradís.

Lesa meira
Nemendur í heimsókn á Grundartanga

Heimsókn á Grundartanga - 3/2/2017

Þriðjudaginn 31. janúar fóru nemendur í málmiðnaðardeild ásamt þremur kennurum í  heimsókn í Norðurál á Grundartanga.

Lesa meira
Arney Ósk Guðlaugsdóttir

2. sæti í smásögusamkeppni á ensku - 2/2/2017

Arney Ósk Guðlaugsdóttir lenti í 2. sæti í smásagnasamkeppni FEKI. Þema keppninnar í ár var "Roots". Sagan hennar heitir "5 7 10 12 13 15" og fjallar um flóttafólk og hvernig þeim gengur að finna rótfestu í lífinu.

Lesa meira
Gettu betur lógó

Borgó komið í aðra umferð Gettu betur - 1/2/2017

Lið Borgarholtsskóla mætti liði FB í Gettu betur og sigraði með 23 stigum gegn 13 og er þar með komið í aðra umferð keppninnar.

Lesa meira
Landsliðsstyrkur afreksíþróttasviðs afhentur í janúar 2017

Styrkur afreksíþróttasviðs afhentur - 13/1/2017

Mánudaginn 9. janúar var landsliðsstyrkur afreksíþróttasviðs afhentur í fimmta sinn.  Hópurinn sem fékk styrk að þessu sinni var óvenjustór.

Lesa meira
Kynningarfundur - þjónustubrautir í dreifnámi, vorönn 2017

Kynningarfundur - 13/1/2017

Fimmtudaginn 12. janúar komu nýnemar af þjónustubrautum í dreifnámi á kynningarfund í skólann. Í dag og á morgun fer svo fram fyrsta staðlota annarinnar.

Lesa meira
Skólinn faðmaður haust 2014

Íþróttatímar í Egilshöll - 11/1/2017

Hér eru frjálsu tímarnir sem boðið er upp á í Egilshöll, en nemendur geta mætt þar á eftirtöldum tímum til að fá mætingu. Á föstudögum er einnig hægt að mæta frítt á skauta og spila knattspyrnu á gervigrasvelli.

Lesa meira
Jón Karl Ólafsson, Dagur B. Eggertsson og Ársæll Guðmundsson

Nýtt boltahús - samstarfssamningur undirritaður - 6/1/2017

Fimmtudaginn 5. janúar 2017 var undirritað samkomulag milli Ungmennafélagsins Fjölnis, Borgarholtsskóla og Reykjavíkurborgar. Jafnframt var skrifað undir samning um byggingu nýs boltahúss við Egilshöll.

Lesa meira
Þjónustubraut - auglýsing vorönn 2017

Þjónustubrautir - dreifnám - 4/1/2017

Hægt er að bæta við nemendum á vorönn 2017 í dreifnámi á félagsliðabraut, leikskólaliðabraut, stuðningsfulltrúabraut og í viðbótarnám félagsliða og leikskólaliða.

Lesa meira
BHS

Töflubreytingar - 4/1/2017

Stundatöflur opna í dag og um leið er opnað fyrir töflubreytingar.  Útskriftarnemar sem þurfa töflubreytingar þurfa að koma á skrifstofuna miðvikudaginn 4. janúar kl. 13:00-15:00 eða fimmtudaginn 5. janúar kl. 11:00 - 16:00.

Lesa meira

Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira