Kappakstursbíll í mælingu

13/10/2016

  • Nemendur í HÍ með raf-kappakstursbíl
Nemendur úr Háskóla Íslands, sem hafa verið að vinna að hönnun raf- kappakstursbíls ( TEAM SPARK ), voru í gær, miðvikudaginn 12. október, við mælingar á rafbíl sem þeir hafa verið að vinna að og keppa á erlendis.

Gátu nemendurnir gert mælingar á vægi, hestöflum og fleiru. Hrósuðu þeir skólanum og aðstöðunni og töldu að hér hefðu þeir kynnst verkefni sínu á allt annan hátt en áður.

Bíllinn verður til sýnis í opnu húsi í dag fimmtudaginn 13. október kl. 14:00 - 16:00.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira