Laus störf

Laust starf líffræðikennara við Borgarholtsskóla

Borgarholtsskóli auglýsir eftir framhaldsskólakennara til kennslu í líffræði. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsækjendur hafi háskólapróf ásamt kennsluréttindum í framhaldsskóla. Góð samskipta- og skipulagshæfni er mikilvæg ásamt áhuga á að starfa í öflugu skólasamfélagi. Laun eru í samræmi við kjarasamning KÍ og stofnanasamning Borgarholtsskóla.

Umsækjendur um ofannefnt starf greini í umsókn frá menntun, fyrri störfum og öðru því sem telja má að skipti máli. Jafnt konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Sakavottorð fylgi umsókn.

Á heimasíðu skólans, www.bhs.is, eru upplýsingar um skólann og starfsemi hans.
Upplýsingar um starfið veitir Kristján Ari Arason, sviðsstjóri, s. 820 2930, krisara@bhs.is.

Umsóknir ásamt fylgigögnum sendist í tölvupósti til Ársæls Guðmundssonar, skólameistara, arsaell@bhs.is, fyrir 14. ágúst 2017.
 Skólameistari

27.7.2017