Líf í borgarholtsskóla

Skólasöngur

Í tilefni 20 ára afmælis var efnt til samkeppni um skólasöng fyrir Borgarholtsskóla. Úrslit voru kynnt 4. október 2016.  Anton Már Gylfason bar sigur úr býtum með frumsamið lag og texta, sem heitir Á Borgarholtinu.

Nótur við lagið
Hlusta (mp3)

Á Borgarholtinu

Á holtinu Borgar ber við himin
eitt heljar mikið hús.
Þar járnið berja og bókmenntir kryfja
halir og sprund námfús.

Um aga, virðingu og væntingar biður
Borgarholtsskólinn minn.
Bókmennt, handmennt og siðmennt býður
og breiðan faðminn sinn.

Þó svo í náminu framtíðin búi
og fjöreggið felist í því,
má eigi gleyma er minningar streyma
að mannvirðing menntun býr í.

Um aga, virðingu og væntingar biður
Borgarholtsskólinn minn.
Bókmennt, handmennt og siðmennt býður
og breiðan faðminn sinn.

Uppfært: 10/02/2023