Þjónusta við nemendur

Skólinn er opinn nemendum kl. 7.00 – 19.00 mánudaga til föstudaga.

Auk kennara starfa við skólann fjölmargir aðrir starfsmenn sem sinna upplýsingagjöf, stuðningi við nemendur, tölvuþjónustu, húsvörslu og þrifum á skólahúsnæðinu.

Skrifstofa

Á skrifstofu eru veittar allar almennar upplýsingar um starfsemi skólans. Skólavottorð, staðfesting um skólavist og staðfesting á námslokum eru gefin út af skrifstofu. Einnig er þar tekið við tilkynningum um veikindi og leyfisbeiðnum.
Upplýsingar um viðtalstíma kennara og kennslustjóra fást á starfsmannalista.

Skólavottorð

Skrifstofa gefur út ýmis skjöl og vottorð gegn gjaldi. Afrit af prófskírteini með stimpli kostar 500 kr. Hægt er að útbúa námsferilsskrá (einkunnablað) á ensku fyrir nemendur sem þess óska gegn 2000 króna gjaldi. Aukagjald fyrir að senda vottorð með pósti er 100 kr.

Stuðningur

Við skólann er boðið upp á fjölbreyttan stuðning við nemendur. Hér starfa tveir náms- og starfsráðgjafar, dyslexíuráðgjafi (sem er jafnframt sérkennari) og þrír kennarar sem sinna forvörnum við skólann ( félags- og forvarnafulltrúar).
Nemendur eru hvattir til að nýta sér þá þjónustu sem er í boði.

Bæklingur um stuðningsþjónustu .

Upplýsingakerfið Inna

Fartölvur

Þegar nemendur hefja nám í Borgarholtsskóla fá þeir aðgang að tölvukerfi skólans og upplýsingakerfinu Innu. Í Innu geta nemendur nálgast stundaskrár og bókalista, fylgst með mætingu og skoðað námsferil sinn.

Farið er í Innu af slóðinni www.inna.is eða frá heimasíðu skólans. Þar er valið Innskráning með Íslykli. Síðan er slegin inn kennitala og lykilorð.  Lykilorðið fæst með því að fara á http://www.island.is/islykill og velja þar Panta Íslykil.  Hægt er að velja hvort lykilorðið er sent í heimabanka eða í bréfpósti á lögheimili.  Við fyrstu innskráningu með nýjum íslykli þarf að breyta lyklinum þannig að lykilorðið samanstandi af 10 stöfum sem verða að vera blanda af bókstöfum, tölustöfum og táknum.  Nánari leiðbeiningar er að finna á http://www.island.is/islykill.

Nemendur sem hafa gleymt sínum Íslykli verða að panta nýjan á http://www.island.is/islykill og fá hann sendan í heimabanka eða í bréfpósti á lögheimili.

Tölvuaðgangur

Nýnemar og endurinnritaðir eldri nemendur fá lykilorð að tölvukerfi skólans send á þau tölvupóstföng sem þeir skráðu við umsókn sína í skólann.  Lykilorðin eru send á póstföngin nokkrum dögum fyrir fyrsta kennsludag.

Eitt og sama lykilorð gildir fyrir tölvukerfi skólans, tölvupóst og námsþing (Moodle). Breyti nemandi  lykilorði sínu hér innanhúss að tölvukerfinu þá er hann um leið að breyta lykilorðinu að námsþingi og tölvupósti.

Nemendur fá úthlutað netfangi hjá skólanum. Á þetta netfang berst ýmis póstur frá skrifstofu og stjórnendum skólans. Vefpóstur er á slóðinni http://mail.office365.com/ og tengill er einnig aðgengilegur af heimasíðu skólans.

Verði aðgangsorð óvirk af einhverjum ástæðum þurfa nemendur að tala við netstjóra í stofu 315 og fá nýtt lykilorð.

Við skólann eru nokkrar tölvustofur sem nemendur hafa aðgang að þegar þær eru ekki uppteknar vegna kennslu. Nemendur hafa einnig aðgang að tölvum, skönnum og prentara á bókasafni og þar hafa nemendur sem vinna að skólaverkefnum forgang.

Viðbót við prentkvóta

Í upphafi annar fá nemendur úthlutað 50 blöðum í prentkvóta. Hægt er að kaupa viðbótarkvóta á skrifstofu og kostar hvert blað 20 krónur.

Óskilamunir

Smærri hlutir t.d. símar, reiknivélar, gleraugu og lyklar eru á skrifstofu skólans á 2. hæð.
Stærri hlutir sem gleymast eða eru skildir eftir í skólahúsnæðinu eru ekki teknir til geymslu vegna plássleysis.
Ekki er tekin ábyrgð á töskum, fatnaði, skóm eða öðrum eigum sem nemendur skilja eftir á göngum skólans.
Við hvetjum nemendur því til að fá sér læsta geymsluskápa sem eru staðsettir á göngum skólans.

Skápar fyrir nemendurLeiga á skápum

Nemendur geta fengið leigða skápa í skólanum í upphafi annar. Umsjónarmenn hússins, sem eru með skrifstofu í stofu 109, sjá um skápaleiguna. Leiga á skáp kostar 1000 krónur sem fást endurgreiddar þegar nemandi skilar lyklinum í lok annar.


22.9. 2016