Dyslexíuráðgjöf

Dyslexíuráðgjafi er Eiríkur Ellertsson og er skrifstofa hans í stofu 216 B á 2. hæð

Viðtalstímar - vorönn 2017

  Mánudagur Þriðjudagur
Miðvikudagur
 Fimmtudagur   Föstudagur
 15:30 - 17:00

8:10 - 10:30

9:30 - 10:30
11:30 - 12:30

11:30 - 15:00
 

Einnig er hægt að senda Eiríki tölvupóst og hefur hann þá fljótlega samband.

Í Borgarholtsskóla er ýmislegt gert til stuðnings dyslexískum nemendum t.d. námskeið, NÁM102 áfanginn, ýmis konar ráðgjöf og stuðningur/frávik í prófum. Dyslexíuráðgjafi starfar við skólann en hlutverk hans er er að veita dyslexískum nemendum  persónulegan og faglegan stuðning. Stefna skólans er að kennarar leggja sig fram um að aðstoða nemendur með dyslexíu. Dyslexíuráðgjafi, náms- og starfsráðgjafar skólans og kennarar vinna saman að úrbótum fyrir nemendur með lesröskun í skólanum.

Dyslexía er latneskt orð og merkir erfiðleika við að vinna með orð ritmálsins. Ýmis íslensk orð hafa verið og eru notuð um örðugleika í lestri m.a. hugtakið „lesblinda“. Gallinn við lesblinduhugtakið er að dyslexía/lesröskun tengist sjaldan sjóninni.
Dyslexía er mest notaða hugtakið yfir erfiðleika í lestri.  Dyslexía er skilgreind sem alvarleg og viðvarandi truflun á umkóðun ritmálsins þ.e. að breyta ritmáli í talmál. Erfiðleikarnir orsakast af "galla" í hljóðræna kerfinu en slíkur "galli" leiðir til ýmis konar vanda við úrvinnslu málhljóða.

Dyslexía kemur fram í ýmsum myndum s.s. litlum leshraða, lesskilningsvanda, einbeitingarörðugleikum, litlu úthaldi og eða takmörkuðum áhuga fyrir lestri.

Rannsóknir staðfesta að  um 12-15% nemenda eru með dyslexíu og búa  3-4% þeirra við alvarlega örðugleika í lestri og ritun.

Hluti dyslexískra nemenda getur náð ásættanlegum leshraða en á erfitt með að vinna úr lesefninu. Vandi nemenda sem eiga bæði í örðugleikum með að umkóðun ritmálið og skilja lesefnið er oftast mikill og þurfa þeir góðan og markvissan stuðning.

Sjálfsmynd dyslexískra nemenda er oft brotin og telja þeir mikilvægt að kennarar sýni þeim  skilning og tillitsemi. Klapp á öxlina og hughreystandi orð eins og: ,,þetta kemur" finnst þessum nemendum til lítils gagns.

Undanfarin ár hafa einhverjir nemendur verið greindir með lesröskun þó svo að örðugleikarnir stafi fyrst og fremst af lítilli lestrarþjálfun sem aftur á móti leiðir til slakrar einbeitingar og úthaldsleysis við lestur. Þessir nemendur hafa oft betri möguleika á að auka færni í lestri en þeir sem eru með dyslexíusögu sem hófst í fyrstu bekkjum grunnskóla eða fyrr.

13.1.2017