Skimunarpróf nýnema

Náms- og starfsráðgjafar leggja fyrir könnun á námsumhverfi nýnema í október 2016.

Könnunin verður lögð fyrir nemendur á skólatíma í samvinnu við stjórnendur og náms- og starfsráðgjafa skólans að fengnu samþykki foreldra/forráðamanna og nemenda. Í könnuninni er m.a. spurt um viðhorf nemenda til námsumhverfis síns, afstöðu til náms og skóla, stuðning kennara, foreldra og fleira.  Markmiðið með þessari rannsókn er að kanna hvernig skólinn getur betur stutt við nemendur til þess að ná settu marki.

Tilgangur verkefnisins er að m.a. að greina hvaða nemendur eru í brotthvarfshættu og skrá ástæður brotthvarfs til að bæta þekkingu á orsökum brotthvarfs og draga úr því. Greining á brotthvarfshættu í þessu verkefni nær að þessu sinni til nýnema sem fæddir eru 2000 og hófu nám í Borgarholtsskóla haustið 2016.

Farið verður með allar upplýsingar könnunarinnar sem trúnaðarmál og aðeins náms- og starfsráðgjafar skólans hafa aðgang að persónulegum gögnum.

Smellið á slóðina til að taka þátt:

https://www.namsnet.is/PPS/pps/pps.asp?i=458


4.10.2016