Námsver

Nemendur Borgarholtsskóla sem þurfa sérstakan stuðning í tungumálum og stærðfræði geta sótt sér hann í námsver. Um er að ræða einnar einingar áfanga sem nemendum á öllum brautum skólans og á öllum stigum náms stendur til boða. Námsverin eru þannig hugsuð að þangað geta nemendur leitað óski þeir stuðnings yfir heila önn við heimanám, verkefnavinnu og prófundirbúning í áðurnefndum fögum.

Sviðsstjóri stuðningssviðs, Kristín Birna Jónasdóttir, hefur umsjón með námsverunum og er nemendum velkomið að leita til hennar vilji þeir skrá sig.

20.8.2015