28/02/2024 | Ritstjórn
2. sæti í smásagnakeppni FEKÍ

Félagi enskukennara á Íslandi (FEKÍ) heldur árlega smásagnakeppni fyrir framhaldsskólanema. Hafa nemendur Borgarholtsskóla oft átt góðu gengi að fagna í keppninni. Í ár var engin breyting þar á því Hugrún Vigdís Viktor Hákonar, nemandi á þriðja ári í grafískri hönnun við skólann, lenti í öðru sæti á landsvísu. Verðlaunaafhending fór fram á Bessastöðum 26. febrúar síðastliðinn og var þessi mynd af Hugrúnu og Eliza Reid, forsetafrú, tekin af því tilefni. Hugrúnu er óskað innilega til hamingju með frábæran árangur!