Líf í borgarholtsskóla

26/02/2025 | Ritstjórn

2. sæti í smásagnakeppni FEKÍ

Katrín Vísa tekur við verðlaunum í Veröld, húsi Vigdísar

Katrín Vísa tekur við verðlaunum í Veröld, húsi Vigdísar

Á hverju ári stendur FEKÍ, félag enskukennara á Íslandi, fyrir smásagnakeppni. Þemað í keppninni í ár var fake en á hverju ári er nýtt þema. Borghyltingar hafa átt góðu gengi að fagna í keppninni og árið í ár er engin undantekning.

Katrín Vísa Höskuldsdóttir, nemandi í bíliðngreinum, lenti í öðru sæti í keppninni.

Verðlaunaafhending fór fram í Veröld, húsi Vigdísar.

Katrínu er óskað innilega til hamingju með annað sætið. Enskukennurum Borgarholtsskóla er einnig óskað til hamingju því gengi nemenda skólans ber vott um metnaðarfulla enskukennslu skólans.