14/11/2024 | Ritstjórn
Þriðja sæti í Leiktu betur

Lið Borgarholtsskóla í miðri senu
Nemendur Borgarholtsskóla tóku þátt í Leiktu betur föstudaginn 8. nóvember síðastliðinn. Sex nemendur voru í liði skólans, þau Hilmar, Heiða, Friðfinnur, Emma, Harpa og Bragi og hrepptu þau 3. sætið. Menntaskólinn við Hamrahlíð varð í 2. sæti og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ bar sigur úr býtum. Nemendur á þriðja ári í kvikmyndagerð við Borgarholtsskóla sáu svo um að streyma keppninni á Facebook síðu Unglistar.
Í Leiktu betur er keppt í leiklist og spuna og er keppnin hluti af Unglist, listahátíð ungs fólks sem er vettvangur fyrir ungt og upprennandi listafólk. Eins og segir í kynningarefni fyrir hátíðina er markmiðið „gleði, spenna og óvæntar uppákomur í spuna þar sem ekkert er ákveðið fyrirfram!“
Myndagallerí

Dramatíkin í hámarki

Heiða tekur við verðlaununum