11/10/2024 | Ritstjórn
Björgunarsveitarbíll frá Höfn í heimsókn

Bílnum var keyrt inn í bílaskálann
Fimmtudaginn 10. október fengu nemendur og kennarar á bíltæknibrautum heimsókn. Á ferðinni voru félagar í Björgunarfélagi Hornafjarðar sem höfðu meðferðis öflugan björgunarsveitabíl. Bíllinn er mikið breyttur Ford en hann er meðal annars á 58 tommu dekkjum. Bíllinn með öllum breytingunum er metinn á um 35 milljónir. Heimsóknin vakti mikla lukku hjá bæði nemendum og starfsfólki í bíliðngreinum og eyddu þau dágóðum tíma í að skoða gripinn.
Björgunarfélagi Hornafjarðar er þakkað innlitið. Það er alltaf gaman að brjóta upp hversdaginn með svona heimsóknum.
Myndagallerí

Það er töluvert hátt undir bílinn eins og má sjá

Nemendur og kennarar skoða bílinn

Nemendur og kennarar skoða bílinn

Það er nauðsynlegt að kíkja á vélina líka

Framhluti bílsins