24/09/2024 | Ritstjórn
Borghyltingar í bakgarðinum
Þórhildur og Sölvi í hlaupinu
Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa fór fram í Heiðmörk um helgina. Um er að ræða utanvegahlaup þar sem keppendur hlaupa sama 6,7 km hringinn þangað til einn keppandi er eftir og stendur sá uppi sem sigurvegari. Lagt er af stað í nýjan hring á heila tímanum og hafa keppendur því eina klukkustund til að hlaupa hringinn og safna orku fyrir næsta hring.
250 keppendur hófu keppni á laugardagsmorguninn. Í ár var sérstaklega spennandi að fylgjast með hlaupinu þar sem tveir brautskráðir Borghyltingar stóðu sig einstaklega vel. Þetta voru þau Sölvi Snær Egilsson og Þórhildur Vala Kjartansdóttir.
Sölvi Snær náði besta árangri í karlaflokki og hljóp alls 234,7 km eða 35 bakgarðshringi. Sölvi útskrifaðist frá skólanum 2022 af viðskipta – og frumkvöðlabraut og íþróttaakademíunni.
Þórhildur Vala, fyrrum forseti Nemendafélags Borgarholtsskóla, útskrifaðist af málabraut og íþróttaakademíu árið 2016. Hún hljóp 11 hringi eða 75 km sem er mikil bæting hjá henni og frábær árangur.
Þessu flotta íþróttafólki er óskað innilega til hamingju með frábæran árangur.
Myndirnar koma frá Sportmyndir.is
Myndagallerí
Sölvi í hlaupinu
Sölvi eftir hlaupið með verðlaun fyrir góðan árangur
Þórhildur og Sölvi