Líf í borgarholtsskóla

07/04/2025 | Ritstjórn

Borgó í Ungum frumkvöðlum

Logn

Logn

Vörumessa Ungra frumkvöðla fór fram í Smáralind um helgina. Vörumessan er lokasýning á afurðum sem framhaldsskólanemendur vinna fyrir keppnina Ungir frumkvöðlar en það er keppni á milli framhaldsskólanna þar sem nemendur búa til fyrirtæki og reka það. Um 600 nemendur með 142 fyrirtæki frá 18 framhaldsskólum tóku þátt í ár.

Tólf fyrirtæki frá Borgarholtsskóla tóku þátt en þau vinna að þessari hugmynd í lokaáfanga nýsköpunar (NÝS3A05), sem er skylduáfangi á bóknámsbrautum skólans. Unnur Gísladóttir, kennari í nýsköpun, hefur haft umsjón með nemendum í þesssari vinnu.

Fyrirtæki Borgarholtsskóla eru:

Álvar: Endurnýta áldósir og búa til myndir sem endurspegla íslenska náttúru.
Bjarmi: Kertaskreytingar til styrktar Palestínu.
Logn: Heimasíða sem kennir íþróttafólki að teipa meiðsli rétt.
Ollý: Húsgögn gerð úr gömlum hjólabrettum.
Lúmí: DIY kassi með náttúrulegum efnum.
Rauða aldan: Harðfiskur með chilli bragði.
Straumur: Hillur gerðar úr pallettum og netum.
Sýrena: Kombucha með kirsuberjum og kollageni.
Vetrarbraut: Endurnýttir rammar og speglar verða að stjörnumerkjum.
Bylur: Hillur fyrir hjólabretti.
Voltra: Teip úr endurunnu plasti.
Stormur: Fiktdót fyrir fólk með heilabilun.

Nemendur Borgarholtsskóla stóðu sig gríðarlega vel og er þeim, sem og Unni, óskað til hamingju með flottan afrakstur af vinnu annarinnar. Úrslit keppninnar verða síðar í mánuðinum og verður spennandi að sjá hvort fyrirtæki Borgó verði í þeim hópi.