06/05/2024 | Ritstjórn
Dimmission

Hópurinn fyrir utan skólann
Tilvonandi útskriftarnemar Borgarholtsskóla vorið 2024 dimmiteruðu föstudaginn 3. maí.
Nemendur borðuðu morgunmat með starfsfólkinu og færðu því súkkulaðiköku að kveðjugjöf. Nemendurnir fóru svo í miðbæinn þar sem farið var í ratleik og í önnur ævintýri. Nemendur voru í fjölbreyttum búningum að vanda en þar mátti finna Svamp Sveinsson, men in black, nunnur og kúreka.
Það er alltaf ljúfsárt að kveðja útskriftarnemendur en svona flottur hópur á framtíðina fyrir sér. Þeim er þakkað kærlega fyrir að augða okkar skólasamfélag síðustu ár.
Myndagallerí

Svampur Sveinsson og félagar

Men in black

Málarar

Starfsfólki gefin súkkulaðikaka í kveðjugjöf

Nemendur í morgunmat

Kúrekar

Nemendur að gæða sér á veitingum

Menn í svörtu fá sér morgunmat

Nunnur að fylla á tankinn fyrir daginn