25/09/2023 | Ritstjórn
Erlent samstarf í Slóveníu

Hópurinn allur
Sex nemendur ásamt tveimur kennurum Borgarholtsskóla vörðu síðustu viku í Erasmus+ verkefni í bænum Idrija í Slóveníu. Verkefnið sem nemendur tóku þátt í snýst um líffræðilegan fjölbreytileika og jarðfræði en er einnig kjörið tækifæri til að kynnast menningu annara landa. Nemendur gistu hjá slóvenskum ungmennum sem þau höfðu kynnst þegar slóvenski hópurinn heimsótti Ísland í vor.
Hópurinn hefur meðal annars skoðað dropasteinshelli, séð sýningar um líffræðilegan fjölbreytileika og jarðfræði svæðisins. Þau mættu einnig í kennslustundir í skólanum, fóru í skógarferð með skógarhöggsmanni, fóru ofan í kvikasilfursnámu og fræddust um blúndugerð. Kvikasilfursnámuvinna og blúndugerð hafa verið aðalatvinnugreinar fólks í Idrija frá upphafi bæjarins og langt fram á 20. öld. Í lok ferðarinnar heimsóttu þau svo Bled vatnið.
Á heimleiðinni verður millilent í Feneyjum þar sem þau hafa tíma til að skoða sig um áður en flogið verður heim.
Myndagallerí

Nemendur í heimsókn

Minnismerki skoðuð

Nemendur við blúndugerð

Lúðrasveit

Skógarferð

Hópurinn samankominn