Líf í borgarholtsskóla

19/11/2024 | Ritstjórn

Ferðir í Kauphöllina og Seðlabankann

Nemendur í Kauphöllinni

Nemendur í Kauphöllinni

Nemendur á viðskipta- og frumkvöðlabraut fóru í tvær heimsóknir í síðustu viku. Annars vegar fór hópur nemenda í fjármálastjórnun í heimsókn í Kauphöllina og hins vegar heimsóttu nemendur úr þjóðhagfræði Seðlabanka Íslands.

Í Kauphöllinni tók Kristín Jóhannsdóttur á móti nemendum. Fengu þau greinargóða kynningu á hlutverki og verksviði Kauphallarinnar. Enn fremur fengu þau fína kennslu um hlutabréf, skráningu nýrra félaga í kauphöllina og fjárfestingar. Sá sem hélt kynninguna fyrir hönd Kauphallarinnar heitir Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptatengsla hjá NASDAQ Ísland. Í lok heimsóknarinnar fengu nemendur að hringja hinni frægu og víðförlu kauphallar-bjöllu eins og sjá má á einni af meðfylgjandi myndum.

Í Seðlabankanum tóku þeir Stefán Jóhann Stefánsson útgáfustjóri og Stefán Rafn Sigurbjörnsson upplýsingafulltrúi bankans á móti Borghyltingum og héldu kynningu um starfsemi og hlutverk bankans. Á meðan kynningunni stóð vörpuðu nemendur fram fjölmörgum spurningum og fengu greinagóð svör frá Stefánunum tveimur.

Starfsfólki Seðlabankans og Kauphallarinnar er þakkað kærlega fyrir góðar móttökur en nemendur höfðu bæði gagn og gaman af þessum heimsóknum.