21/10/2024 | Ritstjórn
Foreldrakvöld

Andrea og Kári með fyrirlestur fyrir forsjáraðila
Fyrirlesararnir Andrea Marel Þorsteinsdóttir og Kári Sigurðsson hafa bæði starfað með unglingum um langt skeið og hafa saman breiða fagþekkingu í málefnum ungmenna. Þau hafa ferðast um landið með fræðsluna „Fokk me – Fokk you“ sem fjallar um veruleika unglinga í tenglum við sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti. Þau hafa frætt bæði unglinga og foreldra sem og annað fagfólk sem starfar með börnum og unglingum um allt land. Í erindi sínu gáfu Andrea og Kári foreldrum og forráðafólki innsýn inn í þann veruleika sem börnin okkar búa við og ræddu við áhorfendur um hvaða áhrif forsjáraðilar geta haft á hann.
Kvöldið var verulega vel heppnað og er Andreu og Kára þakkað sérstaklega fyrir fyrirlesturinn.