29/09/2023 | Ritstjórn
Gjafir frá Ísleifi

Gjöfum frá Ísleifi veitt viðtaka
Pípulagningadeild skólans heldur áfram að fá gjafir. Í þetta sinn fékk deildin að gjöf tæki frá Ísleifi. Um er að ræða innbyggða salerniskassa frá TECE og skálar frá Duravit. Einnig fékk deildin handlaugar ásamt blöndunartækjum og blöndunartæki fyrir sturtu ásamt sturtustöngum.
Haukur Bjarnason og Aldís Arna Einarsdóttir afhentu gjafirnar en Ársæll Guðmundsson skólameistari og Skarphéðinn Skarphéðinsson deildarstjóri veittu þeim viðtöku fyrir hönd skólans. Ísleifi eru færðar bestu þakkir fyrir veglegar gjafir.
Að lokum þáðu gestir snittur og kaffisopa í Skarpaskjóli, nýju aðstöðu pípulagningadeildarinnar.
Myndagallerí

Ársæll skólameistari þakkar veglega gjöf

Nemendur í pípulögnum