01/09/2023 | Ritstjórn
Gjöf frá Rupes

Marín Björk, sviðsstjóri, Birgir Örn, kennari, Ólafur Gunnar, deildarstjóri og Bjarni Hannes, kennari.
Bíltæknibrautir í Borgarholtsskóla fengu á dögunum vegleg gjöf frá Rupes. Gjöfin var tvær mössunarvélar sem munu nýtast vel í kennslu í bílamálun. Bjarni Hannes Kristjánsson, stundakennari í bílamálun og starfsmaður hjá Málningarvörum ehf., afhenti Marín Björk Jónasdóttur sviðsstjóra iðn- og starfsnáms og Ólafi Gunnari Péturssyni deildarstjóra bíltæknibrauta vélarnar.
Rupes er þakkað kærlega fyrir gjöfina.