28/05/2024 | Ritstjórn
Gjöf frá Tengi
Skarphéðinn Skarphéðinsson deildarstjóri veitir gjöfinni viðtöku úr hendi Björns Ágústar Björnssonar. Á myndinni er einnig Magnús Þór Guðmundsson kennari.
Föstudaginn 24. maí barst pípulagningadeild Borgarholtsskóla gjöf frá Tengi. Um er að ræða útvíkkunarvélar sem notast er við í kennslu í áfanga um neysluvatn. Pípulagningadeildinni hefur áður borist gjöf frá Tengi en þá voru það rör í rör kerfi en þessar útvíkkunarvélar verða notaðar til að setja það saman.
Tengi er þakkað kærlega fyrir gjöfina og að styðja við kennslu í pípulögnum.