19/09/2023 | Ritstjórn
Glerbúrið/fiskabúrið vígt

Nemendur ásamt skólastjórnendum og kennurum
Nemendur á þriðja og síðasta ári á listnámsbraut, grafískri hönnun, hafa nýlokið við að mála vegglistaverk í Glerbúrið, en það er aðstaða inn af matsal nemenda þar sem þau geta hvílt sig eða leikið sér á milli kennslustunda. Eftir að hafa velt verkefninu fyrir sér og rætt hugmyndir fram og til baka tóku nemendurnir þá ákvörðun að hafa fiskabúrs-þema og máluðu þau ýmsar verur sem hugsanlegt væri að finna í fiskabúri á veggina. Eins og meðfylgjandi myndir sýna er útkoman skemmtileg og ansi lífleg.
Verkið mun standa uppi í þrjú ár en hugmyndin er sú að þriðja árs nemar í grafíkinni fái alltaf tækifæri til að búa til vegglistaverk í skólanum sínum og hafa þrír veggir/rými verið tekin frá. Allir þekkja verkið sem er á vegg gasgeymslu skólans – Blómstrað í Borgó – en að auki hafa glerbúrið og gangur milli bíla- og málmskála verið tekin frá fyrir listafólkið.
Örn Tönsberg, vegglistamaður, veitti nemendum tilsögn ásamt kennurum þeirra í grafíkinni, þeim Raggý, Stínu Maju og Stínu Þóru. Í tilefni verklokanna var listafólkinu boðið til pítsuveislu.
Myndagallerí

Hluti nemendanna sem unnu verkið

Nemendurnir ásamt Erni, Stínu Maju og Stínu Þóru

Listafólkið ásamt sviðstjóra og skólameisturum

Hluti listaverksins

Hluti listaverksins

Hluti listaverksins

Hluti listaverksins

Hluti listaverksins