Líf í borgarholtsskóla

03/10/2024 | Ritstjórn

Góð gjöf berst pípulagnadeild

Skarphéðinn Skarphéðinsson deildarstjóri pípulagna og Daníel Karl Grönvold starfsmaður lagnadeildar Húsasmiðjunnar

Skarphéðinn Skarphéðinsson deildarstjóri pípulagna og Daníel Karl Grönvold starfsmaður lagnadeildar Húsasmiðjunnar

Á dögunum tók Skarphéðinn Skarphéðinsson deildarstjóri pípulagna við rausnarlegri gjöf frá lagnadeild Húsasmiðjunnar. Um er að ræða tvær beygjuvélar með tilheyrandi búnaði. Eru Húsasmiðjunni færðar kærar þakkir fyrir að standa svo rausnarlega að baki þessu mikilvæga iðnnámi.

Búnaðurinn kemur að góðum notum því aðsókn í pípulagnir var frábær nú í haust og því er hvert pláss fyllt. Umsóknartímabilið fyrir næstu önn (vorönn 2025) hefst þann 1. nóvember og stendur út mánuðinn.