13/09/2023 | Ritstjórn
Góðar gjafir frá Tengi
Ársæll tekur við gjöfinni af hálfu Borgarholtsskóla
Enn berast pípulagnadeild Borgarholtsskóla góðar gjafir, að þessu sinni frá Tengi ehf. sem er gamalgróið fyrirtæki í pípulagnabransanum. Veitti skólameistari Ársæll Guðmundsson skólameistari gjöfunum viðtöku að viðstöddum fulltrúum Tengis, nemenda á pípulagnabraut og fleiri góðum gestum.
Um er að ræða svokallað „Quick and easy“ kerfi sem er það nýjasta í pípulögnum í dag. Kerfið samanstendur af rörum, tengiboxum og tengidósum og er það frábrugðið eldri lagnakerfum að því leiti að ídráttarrör eru sett í veggi og gólf fyrirfram og hinar eiginlegu vatnsleiðslur eru dregnar í á síðari stigum byggingarframkvæmda.
Það voru þeir Arnar Árnason og Björn Ágúst Björnsson sem afhentu gjöfina fyrir hönd Tengis ehf. en Ársæll og Skarphéðinn Skarphéðinsson, deildarstjóri pípulagnadeildar, veittu þeim viðtöku. Að lokum var gestum boðið upp á gómsætar snittur af bestu gerð og gafst þá tækifæri til spjalls.
Myndagallerí
Kennarar og skólameistari Borgó ásamt fulltrúum Tengis
Nemendur og starfsfólk Borgó ásamt fulltrúm Tengis
Nemendur í pípulögnum
Ársæll þakkar fyrir góða gjöf