26/02/2025 | Ritstjórn
Héðinn Unnsteinsson í heimsókn

Héðinn Unnsteinsson útskýrir fyrir nemendum
Nemendur í miðlunarfræði, MFR3A05, og kennarar þeirra Guðbjörg Hilmarsdóttir og Þorbjörg Matthíasdóttir fengu góða heimsókn á dögunum. Nemendur hafa nýlokið við að lesa bókina Vertu úlfur, sem er sjálfsævisöguleg saga af geðhvörfum. Höfundur bókarinnar, Héðinn Unnsteinsson, kom í heimsókn og ræddi við nemendur um líf sitt, bókina og geðheilsu.
Nemendur voru verulega ánægðir með heimsóknina og spurðu Héðinn spjörunum úr. Héðni er þakkað kærlega fyrir komuna og áhugavert spjall.
Myndagallerí

Héðinn spjallar við nemendur