05/10/2023 | Ritstjórn
Heilsuvika

Stórbolti
Dagana 2. – 6. október er heilsuvika í Borgarholtsskóla.
Hún byrjaði á mánudagsmorgni með því að boðið var upp á ávexti og lýsi í anddyrum skólans. Í hádeginu á mánudag var kynning á frisbígolfi fyrir aftan skólann þar sem Blær Örn Ásgeirsson, margfaldur Íslandsmeistari í greininni mætti. Nemendur gátu reynt fyrir sér með að kasta disk í körfuna og vinna diska frá Frisbígolfbúðinni.
Miðvikudaginn 4. október var aftur boðið upp á ávexti og lýsi um morguninn en í hádeginu var keppt í sippi og hlaupi upp stigana í skólanum.
Fimmtudaginn 5. október fór svo fram aðalviðburður heilsuvikunnar en það var hreyfitíminn. Þá féllu niður tveir tímar en í staðinn gátu nemendur valið sér hreyfingu eða íþrótt. Fjölbreytni einkenndi það sem í boði var, svo sem zumba, fótbolta, fjöruferð, skauta, keilu og skák. Í hádeginu var svo Ari Eldjárn með uppistand í matsal skólans og vakti hann mikla lukku.
Á meðan á hreyfiviku stóð var í gangi instagram leikur þar sem hægt var að vinna veglega vinninga með því að setja mynd af viðkomandi á hreyfingu inn á instagram og tagga Borgarholtsskóla og nemendafélagið.
Heilsuvikan veitir kærkomna tilbreytingu í skólalífið um leið og vakin er athygli á heilbrigðum lífsstíl.
Myndagallerí

Frisbígolf

Skautar

Handbolti

Körfubolti

Fótbolti

Undirbúningur fyrir gönguferð

Skák

Ari Eldjárn

Keila

Nemendur í keilu

Nemendur í frisbígolfi