Líf í borgarholtsskóla

04/10/2024 | Ritstjórn

Heilsuvika

Nemendur í frisbígolfi

Nemendur í frisbígolfi

Heilsuvika Borgó hefur staðið yfir alla vikuna og hefur gengið einstaklega vel. Nemendum var boðið uppá ávexti og lýsi alla morgna og í hádegishléum hafa farið fram keppnir í sippi, stigahlaupi og róðri. Á fimmtudag var svo hápunktur vikunnar og þá gátu nemendur valið sér hreyfingu í stað síðustu kennslustundanna fyrir hádegi. Hreyfingin var fjölbreytt, til að mynda var hægt að velja sér skák, zumba, handbolta, keilu, jóga, frisbígolf og spinning. Eftir hreyfinguna var nemendum boðið upp á hressingu og skemmtiatriði í matsal skólans þar sem Andri Ívarsson tróð upp.

Heilsuvikan heppnaðist mjög vel og efldi heilsuhegðun bæði nemenda og starfsfólks.