04/10/2024 | Ritstjórn
Heilsuvika

Nemendur í frisbígolfi
Heilsuvika Borgó hefur staðið yfir alla vikuna og hefur gengið einstaklega vel. Nemendum var boðið uppá ávexti og lýsi alla morgna og í hádegishléum hafa farið fram keppnir í sippi, stigahlaupi og róðri. Á fimmtudag var svo hápunktur vikunnar og þá gátu nemendur valið sér hreyfingu í stað síðustu kennslustundanna fyrir hádegi. Hreyfingin var fjölbreytt, til að mynda var hægt að velja sér skák, zumba, handbolta, keilu, jóga, frisbígolf og spinning. Eftir hreyfinguna var nemendum boðið upp á hressingu og skemmtiatriði í matsal skólans þar sem Andri Ívarsson tróð upp.
Heilsuvikan heppnaðist mjög vel og efldi heilsuhegðun bæði nemenda og starfsfólks.
Myndagallerí

Stigahlaup

Ávextir og lýsi í boði á morgnana

Sigurvegarar í sippkeppni

Körfubolti

Handbolti

Fótbolti

Spinning

Zumba

Jóga

Keila

Andri Ívarsson með skemmtiatriði

Göngutúr

Fyrirlestur frá toppþjálfun

Handstöðunámskeið með Þiðriki

Skák

Nemendur fengu Hleðslu og banana í hádeginu

Strandblak