03/02/2025 | Ritstjórn
Heimsókn á Réttingaverkstæði Jóa

Nemendur fylgjast áhugasamir með
Nemar á lokaönn í bifvélavirkjun fóru nýlega í heimsókn á Réttingaverkstæði Jóa til að kynna sér hvernig radar-, ljósa- og myndavélabúnaður nýrra bíla er stilltur. Búnaður þessi er ekki til í skólanum og var þess vegna haft samband við verkstæðið um að fá að koma í heimsókn. Réttingaverkstæðið tók bóninni vel og tóku á móti nemendum í sömu viku.
Þegar nemendur ásamt kennurum komu á staðinn fóru tveir starfsmenn yfir ferilinn við uppsetningu búnaðar og sýndu þeim stillingu á radar, myndavélum og ljósum. Ekki nóg með það heldur fengu nemendur einnig veitingar í boði verkstæðisins að kynningu lokinni.
Mikið gagn er að svona heimsóknum fyrir nemendur og er Réttingaverkstæði Jóa þakkað kærlega fyrir höfðinglegar móttökur.
Myndagallerí

Nemendur í heimsókn