06/03/2025 | Ritstjórn
Jafnréttisdagur í Borgó

Ingibjörg Sölvadóttir, rennismiður og vélvirki ræðir við nemendur um hvernig er að vera kona í hefðbundnu karlastarfi
Það er áralöng hefð fyrir því í Borgarholtsskóla að vekja athygli á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars. Að þessu sinni ber þann dag upp á laugardegi og því var ákveðið að halda upp á daginn miðvikudaginn 5. mars.
Í síðasta tíma fyrir hádegishlé var hefðbundin kennsla brotin upp og í staðinn völdu nemendur sér málstofur til að sitja. Málstofurnar voru fjölbreyttar enda hægt að ræða jafnrétti út frá mörgum mismunandi sjónarhornum. Fyrirlesarar komu bæði úr röðum starfsfólks og utanaðkomandi. Eftirfarandi málstofur voru í boði:
- Femíniskar teiknimyndir – Unnur Gísladóttir
- Jafnrétti í Japan – Nökkvi Jarl Bjarnason
- Fatlaðir og jafnrétti – Theodór Karlsson
- Kona á mótorhjóli í hefðbundnu karlastarfi – Ingibjörg Sölvadóttir vélvirki og rennismiður
- Hinseginleikinn – Kristmundur Pétursson frá Samtökunum ´78
- Fólk á flótta – Þorsteinn Valdimarsson frá Rauða krossinum
- Ofbeldi í nánum samböndum – Ísol Björk Karlsdóttir frá Kvennaathvarfinu
- Bergið og Jafningjafræðslan – Eva Rós Ólafsdóttir
- Fræðsla frá Amnesty – Árni Kristjánsson frá Íslandsdeild Amnesty International
- „Kaffihúsaspjall“ þar sem áherslan var á forréttindi og jafnrétti til náms og læknisþjónustu – Ása Sæunn Eiríksdóttir og Kristín Birna Jónasdóttir
- Mannréttindi barna – Unnur Helga Ólafsdóttir frá UniCef
- Tilurð og gerð sjónvarpsþáttanna um Vigdísi Finnbogadóttur – Björn Hlynur Haraldsson
- Sjónvarpsþættir um Vigdísi Finnbogadóttur
Að málstofum loknum var nemendum og starfsfólki boðið upp á súkkulaðiköku í matsal skólans.
Skipulagning jafnréttisdagsins var í höndum jafnréttisnefndar skólans en í henni eiga sæti fulltrúar starfsfólk og nemenda.
Öllum sem komu að framkvæmd jafnréttisdagsins með einum eða öðrum hætti er þakkað fyrir en sérstakar þakkir fá þau sem tóku sér tíma til að miðla þekkingu sinni og reynslu til samfélagsins í Borgarholtsskóla.
Myndagallerí

Björn Hlynur Haraldsson ræðir við nemendur um gerð þáttanna um Vigdísi Finnbogadóttur

Unnur kynnir femínískar teiknimyndir

Unnur Helga frá Unicef ræðir um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Kristmundur frá Samtökunum ´78

Ísol Björk frá Kvennaathvarfinu talaði um ofbeldi í nánum samböndum

Nökkvi Jarl ræddi um jafnrétti í Japan

Theodór Karlsson talaði um fatlanir og jafnrétti