11/05/2023 | Ritstjórn
Kór nemenda Borgarholtsskóla og Gymnasium Nordhorn í Hörpu
Sönghópurinn í Hörpu
Hópur nemenda úr kór Borgaholtsskóla tók í vikunni á móti hópi af nemendum frá Nordhorn í Þýskalandi. Sönghópurinn frá Borgarholtsskóla fór í heimsókn til Norhorn fyrir tæpum tveimur mánuðum og var nú komið að því að endurgjalda gestrisnina og taka á móti þýsku nemendunum. Þessi samvinna er hluti af erlendu samstarfi skólans og er styrkt af Erasmus+.
Sameiginlegur sönghópur íslenskra og þýskra nemenda héldu tvenna tónleika 10. maí. Haldnir voru tónleikar í Borgum og svo í Hörpuhorni í Hörpunni. Þema tónleikanna var kvikmyndatónlist. Tónleikarnir voru báðir mjög vel heppnaðir og mikil ánægja meðal gesta.
Myndagallerí
Æfing fyrir tónleika
Ljúfir tónar í Hörpu