22/05/2024 | Ritstjórn
Landsliðsstyrkur
Styrkhafar ásamt Þórdísi Maríu
Fimmtudaginn 16. maí var afhentur landsliðsstyrkur Borgarholtsskóla. Sex nemendur hlutu styrk að þessu sinni fyrir landsliðsverkefni á vorönn 2024.
Styrkhafar eru:
Elísa Dís Sigfinnsdóttir – HM með U18 landsliðinu í íshokkí – lenti í 2. sæti.
María Kristín Ólafsdóttir – keppti í skíðagöngu á ólympíuleikum ungmenna í Suður-Kóreu – lenti í 59.sæti í sprettgöngu og 54.sæti í hefðbundinni göngu.
Viktor Jan Mojzyszek – HM með U18 landsliði í íshokkí – enduðu í 4. sæti.
Stefán Fannar Hallgrímsson – keppti fyrir Íslands hönd í Jiu-jitsu á ADCC bæði í Danmörku og Finnlandi, náði í silfur og brons verðlaun í Finnlandi.
Auður Bergrún Snorradóttir – æfingaferð með landsliðinu í golfi til Hacienda á Spáni.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar styrkhafar tóku við styrknum en á myndinni er einnig Þórdís María Aikman, verkefnastjóri íþróttaakademíu.
Styrkhöfum er óskað innilega til hamingju með styrkinn og árangurinn á önninni.