07/06/2023 | Ritstjórn
Landsliðsstyrkur afhentur
Styrkhafar ásamt Arnóri Ásgeirssyni, deildarstjóra afrekssviðs.
Föstudaginn 26. maí var afhentur landsliðsstyrkur Borgarholtsskóla. Fjórir nemendur hlutu styrk að þessu sinni fyrir landsliðsverkefni á vorönn 2023.
Styrkhafar eru:
Auður Bergrún Snorradóttir hlaut styrk fyrir æfingaferð með landsliðinu í golfi á Spáni í janúar.
Skarphéðinn Hjaltason hlaut styrk fyrir æfingabúðir með landsliðinu í júdó í Tékklandi í mars og Norðurlandamót í fullorðinsflokki og U-21 í Noregi í maí.
Elísa Dís Sigfinnsdóttir hlaut styrk fyrir HM kvenna í íshokkí í Mexíkó.
Gunnlaugur Þorsteinsson hlaut styrk fyrir HM karla í íshokkí á Spáni.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar styrkurinn var afhentur en Auður Bergrún gat því miður ekki verið viðstödd.
Styrkhöfum er óskað innilega til hamingju með styrkinn.