15/12/2023 | Ritstjórn
Landsliðsstyrkur afhentur

Styrkþegar ásamt Arnóri Ásgeirssyni, verkefnastjóra afreksíþróttasviðs.
Föstudaginn 15. desember var afhentur landsliðsstyrkur Borgarholtsskóla. Sjö nemendur hlutu styrk að þessu sinni fyrir landsliðsverkefni á haustönn 2023.
Styrkhafar eru:
Auður Bergrún Snorradóttir hlaut styrk fyrir þátttöku sína í landsliðsverkefnum í golfi en hún fór á European Young Master 16 ára og yngri í Slóvakíu .
Mikael Máni Ísaksson Guðmann hlaut styrk fyrir þátttöku í landsliðsverkefnum í júdó en hann fór á HM unglinga.
Elísa Dís Sigfinnsdóttir hlaut styrk fyrir þátttöku sinni með U18 landsliðinu í íshokkí á 4 nations móti.
Stefán Magni Hjartarsson hlaut styrk fyrir þátttöku sína með U17 landsliðinu á EM í handbolta í Gautaborg
Stefanía Tera Hansen hlaut styrk fyrir þátttöku sína á Evrópumóti og Norðurlandamóti í körfubolta.
Bergdís Anna Magnúsdóttir hlaut styrk fyrir þátttöku sína á Evrópumóti og Norðurlandamóti í körfubolta.
Stefán Fannar Hallgrímsson hlaut styrk fyrir þátttöku sína í undankeppni ADCC Trials í Jiu-jitsu.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar styrkurinn var afhentur en þar eru styrkþegar ásamt Arnóri Ásgeirssyni, verkefnastjóra afreksíþróttasviðs. Á myndina vantar Elísu Dís og Mikael Mána.
Styrkhöfum er óskað innilega til hamingju með styrkinn.
Myndagallerí

Elísa Dís Sigfinnsdóttir tekur við styrknum