03/02/2025 | Ritstjórn
Landsliðsstyrkur haust 2024

Styrkhafar ásamt Ingu Láru og Ástu Laufey
Miðvikudaginn 29. janúar var landsliðsstyrkur Borgarholtsskóla afhentur. Sjö nemendur hlutu styrk að þessu sinni fyrir landsliðsverkefni á haustönn 2024.
Eftirfarandi nemendur hlutu styrk:
Auður Bergrún Snorradóttir – Heimsmeistaramót í golfi U18
Birna Rut Snorradóttir – Evrópumót golfklúbba
Elísa Dís Sigfinnsdóttir – Undankeppni Ólympíuleika með A-landsliði kvenna í íshokkí
Lilja Katrín Gunnarsdóttir – Norður-Evrópumót í áhaldafimleikum
María Kristín Ólafsdóttir – Alþjóðlegar æfingabúðir í skíðagöngu
Pamela Ósk Hjaltadóttir – European Girls’ Team Championship, European Young Masters og European Ladies’ Club Trophy í golfi
Viktor Davíð Kristmundsson – Baltic sea championship í júdó
Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendingu styrksins en með nemendum á myndinni er Inga Lára Þórisdóttir, deildarstjóri íþróttamála og Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir, aðstoðarskólameistari. Á myndina vantar Elísu Dís.
Styrkhöfum er óskað innilega til hamingju með styrkinn og árangurinn á síðastliðnu ári.