05/09/2023 | Ritstjórn
Listnámsnemendur á sýningu í Hafnarhúsi

Nemendur á sýningunni
Nemendur á fyrsta ári á listnámsbraut fóru 31. ágúst síðastliðinn á sýninguna Kviksjá í Listasafni Reykjavíkur. Á sýningunni Kviksjá: Íslensk myndlist á 21. öld gefur að líta úrval af þeim verkum sem Listasafn Reykjavíkur hefur eignast síðustu tvo áratugi. Verkin gefa innsýn inn í þá breidd og þær áherslur sem hafa verið að mótast og gerjast í íslensku listalífi frá aldamótum 2000 til dagsins í dag.
Nemendur fengu leiðsögn um sýninguna og skemmtu sér vel við að skoða verkin.
Myndagallerí

Nemendur njóta listar

Leiðsögn um sýninguna

Verk á sýningunni

Nemendur á sýningunni