12/02/2024 | Ritstjórn
María Kristín á Vetrarólympíuleikum ungmenna

María Kristín á Vetrarólympíuleikum ungmenna
María Kristín Ólafsdóttir, nemandi á afrekssviði, keppti á Vetrarólympíuleikum ungmenna í Gangwon í Suður Kóreu í lok janúar. Aðstæður til keppni voru frábærar og veðrið gott.
29. janúar tók María Kristín þátt í sprettgöngu en þar endaði hún í 59. sæti af 79 keppendum. 30. janúar keppti hún svo í klassískri skíðagöngu, 7,5 km en þar náði hún 54. sæti af 76 keppendum.
Maríu Kristínu er óskað kærlega til hamingju með árangurinn á leikunum. Hún er flottur fulltrúi Borgarholtsskóla.