Líf í borgarholtsskóla

07/06/2024 | Ritstjórn

Móttaka í boði franska sendiráðsins

Patrick Le Ménès sendiráðunautur ásamt verðlaunahöfunum

Patrick Le Ménès sendiráðunautur ásamt verðlaunahöfunum

Fimmtudaginn 6. júní 2024 var móttaka á vegum franska sendiráðsins þar sem bestu nemendum í frönsku skólaárið 2023-2024 var boðið. Móttakan var haldin í Alliance Francaise.

Að þessu sinni voru það tvær stúlkur úr Borgarholtsskóla sem fengu verðlaun: Aðalheiður Karen Dúadóttir nýstúdent af náttúrufræðibraut og Ásta Rakel Þrastardóttir nýstúdent af félags- og hugvísindabraut.

Patrick le Ménès sendiráðunautur veitti verðlaunin og að því loknu var boðið upp á léttar veitingar.