18/03/2025 | Ritstjórn
Nemendur Borgó sigursælir á Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna

Ísak Magnússon með verðlaunin
Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna var haldin síðastliðna helgi, 15.-16. mars í Bíó paradís. Alls voru sýndar 23 stuttmyndir á hátíðinni og voru veitt verlaun í níu flokkum. Fyrrum og núverandi nemendur Borgarholtsskóla voru sigursælir á hátíðinni en myndir frá þeim hlutu sjö af verðlaunum hátíðarinnar.
Vinningshafar voru:
Besta mynd – Sápa eftir Ísak Magnússon (Borgarholtsskóli)
Besta handrit – Sindri Þrastarson fyrir Kvöldmatur (Borgarholtsskóli)
Besti leikur – Sindri Sigfússon í Sápu (Borgarholtsskóli)
Besta myndataka – Unnar Darri Magnússon fyrir Kvöldmatur (Borgarholtsskóli)
Besta tæknilega útfærsla – Sápa (Borgarholtsskóli)
Hildarverðlaunin fyrir bestu tónlist – Matthías Pétursson fyrir Draumar (Tækniskólinn)
Áhorfendaverðlaun laugardags – Kvöldmatur eftir Sindra Þrastarson (Borgarholtsskóli)
Áhorfendaverðlaun sunnudags – Sæmundur Fróði og Svartaskóli eftir Jökul Björgvinsson (Verzlunarskóli Íslands)
Hildarverðlaunin fyrir bestu tónlist – Matthías Pétursson fyrir Draumar (Tækniskólinn)
Áhorfendaverðlaun laugardags – Kvöldmatur eftir Sindra Þrastarson (Borgarholtsskóli)
Áhorfendaverðlaun sunnudags – Sæmundur Fróði og Svartaskóli eftir Jökul Björgvinsson (Verzlunarskóli Íslands)
Að lokum voru í fyrsta skipti veitt verðlaun á hátíðinni fyrir bestu framleiðsluna en þau hlaut Sápa, framleiðandi Óliver Tumi Auðunsson (Borgarholtsskóli).
Vinningshöfum er óskað innilega til hamingju. Á listasviði Borgarholtsskóla er greinilega mjög nærandi jarðvegur fyrir ungt kvikmyndagerðarfólk sem er að blómstra þegar á vettvang er komið.
Myndagallerí

Íris Þöll, Óliver, Ísak og Brynjar

Kvikmyndahátíð

Nemendur Borgó

Íris Þöll og Óliver

Nemendur Borgó með viðurkenningarnar

Kvöldmatur

Ísak með verðlaunin