Líf í borgarholtsskóla

31/03/2025 | Ritstjórn

Nemendur Borgó streyma Músíktilraunum

Nemendur streyma undankvöldi Músíktilrauna

Nemendur streyma undankvöldi Músíktilrauna

Nemendur á listnámsbraut, kvikmyndakjörsviði, hafa undanfarna viku streymt undankvöldum Músíktilrauna í Hörpu. Músíktilraunir hafa verið stór þáttur í tónlistarlífi Íslendinga frá því fyrsta keppnin var haldin árið 1982 og þar hafa margar af þekktustu hljómsveitum og tónlistarmönnum landsins komið fram á sjónarsviðið.

Undankvöldin hafa verið haldin í Norðurljósasal Hörpu og hafa nemendur okkar streymt öllum undankvöldunum. Úrslitakvöldið fer svo fram 9. apríl en þá tekur RÚV við streyminu.

Nemendurnir hafa staðið sig gríðarlega vel við streymið undir stjórn Þorgeirs Guðmundssonar og Þiðriks Christians Emilssonar, kennara í kvikmyndagerð. Viðburðir eins og þessir veita nemendum dýrmæta þjálfun á vettvangi og bæta mikilli reynslu við nám þeirra.

Músiktilraunir – Músiktilraunir