20/08/2024 | Ritstjórn
Nýnemadagur í Borgó

Nýnemar streymdu inn og fylltu matsal skólans
Rúmlega 400 nýnemar setjast á skólabekk í Borgarholtsskóla nú í haust. Þann 19. ágúst var nýnemadagur í skólanum þar sem nýir nemendur í dagskóla komu í hús og fengu kynningu á skólanum og þeirri fjölbreyttu þjónustu sem í boði er, t.d. námsráðgjöf, bókasafni og nemendafélagi. Því næst hittu þau umsjónarkennara sína sem kenna þeim lífsleikni og kynntust samnemendum sem munu fylgjast að á skólaárinu. Nýnemum var boðið upp á grillaðar pylsur og ís í hádeginu áður en haldið var í Skemmtigarðinn í Gufunesi þar sem nemendur skemmtu sér saman í ýmiss konar hópefli.
Seinna sama dag var kynningarfundur fyrir foreldra nýnema þar sem foreldrar komu, fengu kynningu á starfi skólans og hittu umsjónarkennara barna sinna. Var mæting afar góð, yfir 400 áhugasamir foreldrar og forráðafólk var mætt á fundinn.
Nýnemadagurinn tókst með eindæmum vel og veitti nemendum gullið tækifæri til að koma í skólann og kynnast samnemendum sínum áður en formlegt skólastarf hófst.
Myndagallerí

Minigolf í Skemmtigarðinum

Vígalegir nemendur á leið í paintball

Nemendur á flugi í klessuboltunum

Nemendur skemmtu sér konunglega

Axarkastið var vinsælt

Nýnemar í Borgó peysum

Meistarar í minigolfi

Nemendur mættir í Skemmtigarðinn

Foreldrafundur