12/04/2024 | Ritstjórn
Opið hús
Nemendur sýna atriði úr Kabarett
Opið hús fór fram í Borgarholtsskóla 10. apríl. Þar gafst fólki kostur á að kynna hið fjölbreytta nám sem er í boði í skólanum, félagslíf hans og skólabrag. Opna húsið var sérstaklega ætlað nemendum sem útskrifast úr grunnskóla í vor og forráðafólki þeirra.
Nemendur skólans fylgdu gestum í hópum um skólahúsnæðið þar sem aðstaðan var sýnd og fjölmörgum spurningum svarað. Gestir komu víða við og fengu tækifæri til að ræða við nemendur og kennara um nám og kennslu á hinum ýmsu brautum skólans.
Nemendur og forráðafólk staldraði einnig við í matsalnum þar sem kennarar, sviðsstjórar, nemendur og fulltrúar stoðþjónustu voru til taks til að ræða allt sem tengist náminu við skólann. Nemendur á þriðja ári á leiklistarkjörsviði sýndu svo atriði úr Kabarett sem er söngleikur sem þau setja upp um þessar mundir.
Fjölmargir lögðu leið sína í skólann og er óhætt að segja að skólahúsnæðið hafi iðaði af lífi.
Myndagallerí
Glæsileg dragdrottning
Atriði úr Kabarett
Stoðþjónusta kynnir þjónustu sína
Málmiðgreinar kynntar
Bíliðngreinar kynntar
Heimsókn í eðlisfræðistofuna
Líf og fjör á opnu húsi
Leiklistarkjörsvið kynnt
Gestir heimsækja bíliðngreinar
Kór Borgarholtsskóla söng fyrir gesti inni í stofu
Kvikmyndagerð
Nýsköpun
Nemendur á listnámsbraut
Grafísk hönnun