Líf í borgarholtsskóla

19/03/2025 | Ritstjórn

Opið hús í Borgó

Nemandi úr leiklist sýnir sirkuslistir

Nemandi úr leiklist sýnir sirkuslistir

Opið hús var í Borgarholtsskóla 18. mars en þá gafst tilvonandi framhaldsskólanemendum og forráðafólki þeirra tækifæri til að koma, kynnast fjölbreyttu námi og þjónustu skólans auk þess að ræða við starfsfólk og nemendur. Opna húsið var einstaklega vel heppnað og stöðugur straumur áhugasamra grunnskólanemenda.

Nemendur skólans gengu með hópa fólks um skólann og kíktu í stofur þar sem var hægt að kynnast náminu betur. Þar svöruðu nemendur og kennarar spurningum gesta varðandi hinar ýmsu brautir skólans.

Nemendur og forráðafólk staldraði einnig við í matsalnum þar sem kennarar, sviðsstjórar, nemendur og fulltrúar stoðþjónustu voru til taks til að ræða allt sem tengist náminu við skólann. Nemendur á þriðja ári á leiklistarkjörsviði sýndu svo atriði úr Wicked.

Fjölmargir gestir lögðu leið sína í skólann og iðaði skólahúsið af lífi.