22/11/2023 | Ritstjórn
Pop-up markaður
Pop-up markaður
Nemendur í skapandi hugmyndavinnu (SKH3A05) héldu Pop-up markað í matsal skólans á þriðjudaginn. Pop-up markaðurinn er hluti af áfanganum en markmið áfangans er að efla sköpunarkraft, frumkvæði, nýsköpun og virkja áræðni nemenda til að finna nýjar lausnir og/eða skapa gæði sem máli skipta. Í áfanganum er unnið út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Nemendur voru með fjölbreyttar vörur og þjónustu á boðstólnum, seldu til dæmis notaðan fatnað, bjuggu til skargripi, seldu bakkelsi og teiknuðu portrett myndir af fólki sem þess óskaði. Allur ágóði markaðarins rennur til Unicef hjálparstarfs í Palestínu. Til að gera þetta meira spennandi voru nemendur búnir að fá starfsfólk með sér í lið. Starfsfólk fékk þá yfir sig vatnsfötu, rjóma í andlitið eða það var krotað á það, allt eftir því hvað safnaðist mikið.
Myndagallerí
Þessar seldu skartgripi sem þær bjuggu til
Þessar stúlkur prentuðu eigin hönnun á peysur og seldu
Bakkelsið rann út eins og heitar lummur
Þegar safnast höfðu 30 þúsund krónur fengu nemendur að teikna á Nökkva, kennara
Bás með notuðum fatnaði
Hægt var að fá teiknaða portrett mynd af sér
Hanna Björg fékk rjóma í andlitið