16/09/2024 | Ritstjórn
Samfélagslöggur í heimsókn

Körfubolti spilaður í góða veðrinu
Í síðustu viku komu Samfélagslöggur í heimsókn í Borgarholtsskóla. Þau Birta og Unnar hittu alla nýnema skólans. Þau voru með margvíslega fræðslu um störf lögreglunnar og eftir það fengu nemendur tækifæri á að spyrja þau spurninga.
Heimsóknirnar vöktu mikla lukku og er Samfélagslöggunum þakkað kærlega fyrir innlitið.
Meðfylgjandi mynd er tekin þar sem fallega haustveðrið var nýtt í körfubolta með Unnari samfélagslöggu.