05/09/2024 | Ritstjórn
Samhugur í bleiku

Starfsfólk og nemendur mynduðu hjarta á bílastæði skólans
Nemendur og starfsfólk Borgarholtsskóla sýndu samhug og heiðruðu minningu Bryndísar Klöru með því að klæðast bleiku fimmtudaginn 5. september. Meðfylgjandi mynd var tekin á bílastæði skólans þar sem nemendur og starfsfólk mynduðu hjarta.
Fjölskyldu og vinum Bryndísar Klöru er vottuð innileg samúð á þessum erfiðu tímum.